íslenskt vs erlent lán

Ég hef vissulega samúð með öllum þeim sem tóku erlend lán, líka þeim sem keyptu hlutabréf, allt var þetta háð gengi sem fór upp og niður, að vísu ekki sama genginu, en það er ekki meginmálið.

Þeir sem tóku erlend lán, ákváðu að verðtryggja ekki, en taka frekar áhættu með að gengið myndi ekki hækka, kosturinn við að taka erlent lán er að við hverja afborgun lækkar höfuðstóllinn, þó lánið hækki þá gengur alltaf á höfuðstólinn, við hinsvegar sem erum með vertryggðu lánin höfum enga möguleika, afborgunin lág og lítið gengur á höfuðstólinn, og núna í óðaverðbólgunni veit enginn hvar þetta endar.

Hvernig má það vera að þeir sem tóku erlent lán, sem var vissulega áhætta eins og hlutabréfin, fá sérstaka meðferð hjá yfirvöldum?

Hvaða rök eru fyrir því?


Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það sem kemur verst við þá sem eiga íbúðir eftir 1-2ár er að íbúðarverð er á niðurleið að raungildi og það er þegar byrjað núna. Lækkun á húsnæðisverði mun gera það að verkum að eigið fé fólks mun minnka verulega og margir munu skulda mun meira en er raunvirði íbúðarinnar margir næstu 10-15árin og munu ekki geta hreyft sig neitt.

Erlendu lánin munu sennilega ganga til baka að einhverju leiti en þessi verðtryggðu ekki að neinu leiti. Fólk vissi að það var áhætta af að taka erlend lán og það á að bera hana að mestu leiti. Það þarf að taka vertryggingu húsnæðislána úr sambandi í 6-12mán rétt á meðan að ástandið er verst því að mörg heimili munu ekki ráða við lánin því að launin munu ekki hækka í samræmi við verðbólgu. 

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 30.10.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband